Brotist var inn á heimili ensku knatt­spyrnu­stjörnunnar Raheem Sterling og fjöl­skyldu hans á dögunum þegar að Sterling var í lands­liðs­verk­efni með Eng­landi á HM í Katar. Margir furðuðu á sig að Sterling hefði ferðast heim til Eng­lands og þar með yfir­gefið HM verk­efnið eftir að hafa fengið veður af inn­brotinu.

Fjöl­skylda Sterling, unnusta hans Pai­ge Mili­an og tveir synir þeirra, Thiago og Thai-Cruz, voru ekki heima er inn­brotið átti sér stað. Sterling á einnig eina dóttur úr fyrra sam­bandi, Melody Rose og var hún heldur ekki heima.

Sökum þess að enginn úr fjöl­skyldu Sterling hafi verið heima þegar inn­brotið átti sér stað hafa, og þar af leiðandi enginn í hættu, hafa margir undrað sig á því að Sterling hafi á­kveðið að yfir­gefa HM og halda heim á leið.

Henry Win­ter, blaða­maður The Times bendir hins vegar á það í grein sinni að upp­vöxtur Sterling, sem átti ekkert fast heimili, valdi því að ekkert er honum mikil­vægara en fjöl­skyldan og öruggt þak yfir höfuðið.

Win­ter þekkir mál­efni Sterling mjög vel eftir ítar­leg við­töl við hann og greinir meðal annars frá því að knatt­spyrnu­stjarnan, sem nú spilar með enska úr­vals­deildar­fé­laginu Chelsea, hafi aldrei átt einn fastann punkt sem hann gat kallað heimili.

,,Sterling bjó á átta mis­munandi stöðum í sinni æsku, fjöl­skylda hans flutti á milli hostela áður en hún fann samastað," skrifar Win­ter í grein sinni um mál­efni Sterling.

Það sé valdur af því að alltaf hafi það verið eitt helsta mark­mið Sterling að koma öruggu þaki yfir sig og fjöl­skyldu sína.

,,Hús er miklu meira en bara múr­steinar og stein­steypa fyrir hann, miklu meira en tákn um vel­gengni.

Fjöl­skyldan er honum allt og þess vegna flýtti hann sér heim frá Katar, til þess að vera með fjöl­skyldu sinni.

Um­ræddir inn­brots­þjófar höfðu á brott með sér þýfi sem er verð­­metið á um 300 þúsund pund, það jafn­­gildir rúmum 52 milljónum ís­­lenskra króna.

Heimili knatt­spyrnu­manna virðast vera skot­mörk glæpa­hópa sem stunda skipu­lagða glæpa­starf­semi og brjótast inn á heimilin þegar knatt­spyrnu­mennirnir eru frá.

,,Bestu knatt­spyrnu­fé­lög Evrópu eru farin að skipu­leggja öryggis­gæslu fyrir sína leik­menn heima fyrir og þá hefur enska knatt­spyrnu­sam­bandið nú þegar leið­beint leik­mönnum enska lands­liðsins hvernig þeir geti snúið sér í þessu máli."