Brotist var inn á heimili ensku knattspyrnustjörnunnar Raheem Sterling og fjölskyldu hans á dögunum þegar að Sterling var í landsliðsverkefni með Englandi á HM í Katar. Margir furðuðu á sig að Sterling hefði ferðast heim til Englands og þar með yfirgefið HM verkefnið eftir að hafa fengið veður af innbrotinu.
Fjölskylda Sterling, unnusta hans Paige Milian og tveir synir þeirra, Thiago og Thai-Cruz, voru ekki heima er innbrotið átti sér stað. Sterling á einnig eina dóttur úr fyrra sambandi, Melody Rose og var hún heldur ekki heima.
Sökum þess að enginn úr fjölskyldu Sterling hafi verið heima þegar innbrotið átti sér stað hafa, og þar af leiðandi enginn í hættu, hafa margir undrað sig á því að Sterling hafi ákveðið að yfirgefa HM og halda heim á leið.
Henry Winter, blaðamaður The Times bendir hins vegar á það í grein sinni að uppvöxtur Sterling, sem átti ekkert fast heimili, valdi því að ekkert er honum mikilvægara en fjölskyldan og öruggt þak yfir höfuðið.
Winter þekkir málefni Sterling mjög vel eftir ítarleg viðtöl við hann og greinir meðal annars frá því að knattspyrnustjarnan, sem nú spilar með enska úrvalsdeildarfélaginu Chelsea, hafi aldrei átt einn fastann punkt sem hann gat kallað heimili.
,,Sterling bjó á átta mismunandi stöðum í sinni æsku, fjölskylda hans flutti á milli hostela áður en hún fann samastað," skrifar Winter í grein sinni um málefni Sterling.
Það sé valdur af því að alltaf hafi það verið eitt helsta markmið Sterling að koma öruggu þaki yfir sig og fjölskyldu sína.
,,Hús er miklu meira en bara múrsteinar og steinsteypa fyrir hann, miklu meira en tákn um velgengni.
Fjölskyldan er honum allt og þess vegna flýtti hann sér heim frá Katar, til þess að vera með fjölskyldu sinni.
Umræddir innbrotsþjófar höfðu á brott með sér þýfi sem er verðmetið á um 300 þúsund pund, það jafngildir rúmum 52 milljónum íslenskra króna.
Heimili knattspyrnumanna virðast vera skotmörk glæpahópa sem stunda skipulagða glæpastarfsemi og brjótast inn á heimilin þegar knattspyrnumennirnir eru frá.
,,Bestu knattspyrnufélög Evrópu eru farin að skipuleggja öryggisgæslu fyrir sína leikmenn heima fyrir og þá hefur enska knattspyrnusambandið nú þegar leiðbeint leikmönnum enska landsliðsins hvernig þeir geti snúið sér í þessu máli."