Enska götublaðið The Sun fjallar um málefni Gylfa Þórs Sigurðssonar í dag en von er á niðurstöðu í hans máli á næstu dögum.

Í fréttinni kemur fram að Alexandra Helga Ívarsdóttir, eiginkona Gylfa, ætli að standa með honum og að lögreglan hafi tekið fjölmarga hluti af heimili þeirra sem sé verðmetið á 2,5 milljónir punda eða um 440 milljónir íslenskra króna.

Sun ræðir við heimildarmann sem þekki til málefna Gylfa og fullyrðir að Alexandra sé flutt til Lundúna með frumburð þeirra hjóna þar sem Gylfi dvelur.

Alexandra hafði dvalið á Íslandi fyrst eftir að málið kom upp en hefur undanfarið búið á Bretlandseyjum með Gylfa.

Enskir fjölmiðlar geta ekki nefnt Gylfa á nafn af lagalegum ástæðum en um er að ræða íslenska landsliðsmanninn sem var handtekinn síðasta sumar og sakaður um kynferðisbrot gegn ólögráða einstaklingi.