Heimildaþættirnir The Pogmentary, þar sem skyggnst er á bakvið tjöldin í lífi knattspyrnumannsins Paul Pogba, eru að fá afspyrnu lélega dóma. Í gagnabanka vefsíðunnar IMDB eru þættirnir með eina stjörnu í einkunn af mögulegum tíu.
Þættirnir eru teknir upp þegar að Pogba var leikmaður Manchester United en samningur hans við félagið er að renna út og því er hann frjáls ferða sinna og mun skrifa undir hjá nýju félagsliði á næstu vikum.
Alls hafa 2628 einstaklingar gefið þáttunum 1 stjörnu þegar þessi frétt er skrifuð eða 96% þeirra sem hafa lagt það á sig að meta þættina.
Einn gagnrýnandinn hafði þetta að segja um þættina:
,,Þetta er til skammar fyrir alla alvöru fótboltamenn sem spiluðu leikinn á undan Pogba. Þetta er vanvirðing við vinnandi fólk sem vinnur 9 til 5 vinnu og þénar aðeins brotabrot af því sem þessi maður fær á einni viku."
Annar segir:
,,Verstu heimildarþættir sem ég hef nokkru sinni séð," og bætir við að hann sé þakklátur fyrir að drama tímabil leikmannsins hjá Manchester United sé á enda.
Hægt er að nálgast þættina á streymisveitu Amazon Prime.