Heimilda­þættirnir The Pog­mentary, þar sem skyggnst er á bak­við tjöldin í lífi knatt­spyrnu­mannsins Paul Pogba, eru að fá af­spyrnu lé­lega dóma. Í gagna­banka vef­síðunnar IMDB eru þættirnir með eina stjörnu í ein­kunn af mögu­legum tíu.

Þættirnir eru teknir upp þegar að Pogba var leik­maður Manchester United en samningur hans við fé­lagið er að renna út og því er hann frjáls ferða sinna og mun skrifa undir hjá nýju fé­lags­liði á næstu vikum.

Alls hafa 2628 ein­staklingar gefið þáttunum 1 stjörnu þegar þessi frétt er skrifuð eða 96% þeirra sem hafa lagt það á sig að meta þættina.

Einn gagn­rýnandinn hafði þetta að segja um þættina:

,,Þetta er til skammar fyrir alla al­vöru fót­bolta­menn sem spiluðu leikinn á undan Pogba. Þetta er van­virðing við vinnandi fólk sem vinnur 9 til 5 vinnu og þénar að­eins brota­brot af því sem þessi maður fær á einni viku."

Annar segir:

,,Verstu heimildar­þættir sem ég hef nokkru sinni séð," og bætir við að hann sé þakk­látur fyrir að drama tíma­bil leik­mannsins hjá Manchester United sé á enda.

Hægt er að nálgast þættina á streymisveitu Amazon Prime.