Sú staðreynd að lið Kircks hafi unnið leikinn kemur ekki á óvart þar sem liðið er ósigrað til þessa á tímabilinu. Það hversu stór sigurinn var fær fólk hins vegar til þess að reka upp stór augu.

,,Þau sýndu enga miskunn í leiknum," sagði Tom Lipka, þjálfari Lyman Hall, í viðtali eftir leikinn.

Lið Kircks leiddi 29-0 eftir fyrsta leikhluta. Í hálfleik var staðan 56-0 og eftir þriðja leikhluta var staðan 80-0.

Leikmenn Lyman Hall, létu hins vegar ekki deigan síga og náðu að setja niður sínar fyrstu tveggja stiga körfur í síðasta leikhlutanum.

,,Forráðamenn Sacred Heart Academy og leikmenn liðsins eru fullir eftirsjá eftir leikinn. Þetta fellur ekki að okkar gildum eða hugmyndafræði," segir í yfirlýsingu frá skólanum sem Sacred Heart Academy spila fyrir.