Leikmenn íslenska karlalandsliðsins i knattspyrnu munu leika með sorgarbönd í leiknum við England í Þjóðadeildinni á Wembley annað kvöld.

Það gera þeir til þess að votta þjálfara íslenska liðsins, Erik Hamrén og fjölskyldu hans samúð sína.

Faðir Eriks, Per Hamrén, lést á sunnudagskvöldið síðastliðið, sama kvöld og íslenska liðið lék við Danmörku á Parken í Kaupmannahöfn.

Leikurinn annað kvöld verður kveðjuleikur Hamrén með íslenska liðið en hann mun hætta störfum eftir leikinn eftir tveggja ára starf hjá KSÍ.