Geir Hallsteinsson, fyrsti atvinnumaður Íslands í handbolta verður heiðraður fyrir leik FH og Aftureldingar í Olísdeild karla í í kvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu frá FH.
Geir Hallsteinsson er af mörgum talinn einn fremsti handknattleiksmaður sem Ísland hefur átt. Hann á að baki farsælan feril sem landsliðs- og atvinnumaður í handbolta.
Geir lék 118 landsleiki fyrir íslenska landsliðið og skoraði í þeim ríflega 500 mörk hann var valinn íþróttamaður ársins 1968 og átti stóran þátt í fyrsta sigri Íslands á Danmörku í handbolta það sama ár.
Þá var hann tekinn inn í frægðarhöll ÍSÍ árið 2016.
Leikur FH og Aftureldingar í Olísdeild karla í kvöld er titlaður er heiðursleikur Geirs en hann verður heiðraður af FH fyrir leik kvöldsins.