Geir Hall­steins­son, fyrsti atvinnumaður Íslands í hand­bolta verður heiðraður fyrir leik FH og Aftur­eldingar í Olís­deild karla í í kvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu frá FH.

Geir Hall­steins­son er af mörgum talinn einn fremsti hand­knatt­leiks­maður sem Ís­land hefur átt. Hann á að baki far­sælan feril sem lands­liðs- og at­vinnu­maður í hand­bolta.

Geir lék 118 lands­leiki fyrir ís­lenska lands­liðið og skoraði í þeim ríf­lega 500 mörk hann var valinn í­þrótta­maður ársins 1968 og átti stóran þátt í fyrsta sigri Ís­lands á Dan­mörku í hand­bolta það sama ár.

Þá var hann tekinn inn í frægðarhöll ÍSÍ árið 2016.

Leikur FH og Aftur­eldingar í Olís­deild karla í kvöld er titlaður er heiðurs­leikur Geirs en hann verður heiðraður af FH fyrir leik kvöldsins.