Ís­lenska knatt­spyrnu­konan Heið­dís Lil­lýar­dóttir hefur skrifað undir samning við sviss­neska liðið Basel. Þetta til­kynnir fé­lagið með yfir­lýsingu á heima­síðu sinni.

Samningur Heið­dísar við Basel gildir til sumarsins 2025 en hún gengur til liðs við fé­lagið frá Breiða­bliki þar sem hún varð í tví­gang Ís­lands­meistari.

Þá var Heið­dís einnig á mála hjá portúgalska stór­liðinu Ben­fi­ca á sínum tíma en þangað var hún lánuð í upp­hafi árs 2022.

Heið­dís er upp­alinn hjá Hetti frá Egil­stöðum og þar steig hún sín fyrstu skref í meistara­flokks­bolta. Árið 2015 kom svo kallið frá Sel­fyssingum og spilaði Heið­dís þar árunum 2015-2016 áður en hún skipti loks yfir til Breiða­bliks.

Sem mið­vörður að upp­lagi hefur Heið­dís spilað 126 leiki í efstu deild hér á landi, þá á hún að baki yfir 280 meistara­flokks­leiki sem og lands­leiki fyrir yngri lands­lið Ís­lands.