Það er ekki fyrir alla að verja frá Lionel Messi á stærsta sviði fótboltans, sjálfu Heims- meistaramótinu. Hinum pólska Wojciech Szczęsny tókst hins vegar að endur- taka það sem Hannes Þór Halldórsson gerði svo eftir- minnilega árið 2018

Það var mikil pressa á Lionel Messi þegar hann steig á vítapunktinn á miðvikudag í Doha í Katar; Argentína varð að sækja úrslit gegn Póllandi til að komast áfram á Heimsmeistaramótinu. Þessi sama pressa var á Messi þegar hann steig á punktinn gegn Íslandi í Moskvu, sumarið 2018. Í bæði skiptin klikkaði þessi magnaði leikmaður á ögurstundu.

„Þetta var öðruvísi markvarsla, spyrnan frá Messi var alls ekki slök,“ segir Guðmundur Hreiðarsson, fyrrverandi markvörður og markmannsþjálfari Jamaíka í dag um málið. Szczęsny varði virkilega vel frá Messi í stöðunni 0–0 en að lokum vann Argentína góðan sig ur sem skaut liðinu áfram.

„Eins og Szczęsny segir sjálfur frá, þá er mikil vinna á bak við svona vítaspyrnur. Svo blandast auðvitað inn í þetta smá heppni.“ Guðmundur var markmannsþjálfari íslenska liðsins á HM 2018 og segir mikla vinnu liggja á bak við svona hluti.

„Á þeim tíma höfðum við skoðað 100 vítaspyrnur sem Messi hafði tekið, við tókum saman alla tölfræði um það hvar hann væri líklegastur til að taka sínar spyrnur. Fyrir fjórum árum fannst okkur það líklegast að þegar allt væri undir þá færi hann í hornið sem Hannes ver frá honum. Í æfingaleikjum miðað við tölfræðina sem var þá, þá setti hann boltann yfirleitt í vinkilinn þar sem hann tók spyrnuna gegn Póllandi. Þetta er úti um allt hjá honum, Messi klikkar á svona 7–8 prósentum af sínum vítaspyrnum, en hann heldur alltaf áfram að taka þær.“

GettyImages

Gríðarlegt stress
Ljóst er að mikið stress gerir vart við sig hjá Messi þegar hann stígur á punktinn fyrir Argentínu, heil þjóð treystir á það að hann leiði liðið til sigurs á Heimsmeistaramótinu. „Maður sér það í spyrnunni í gær að það er gríðarlegt stress og mikið undir. Maður sá sömu takta frá honum gegn Hannesi. Við sjáum andlitsdrættina hans, hann er gríðarlega stressaður. Hann dregur djúpt andann og blæs svo frá sér. Það er gríðarlega mikið undir, markvörðurinn tapar aldrei í svona aðstæðum.“

Guðmundur segir að varslan frá Szczęsny sé á heimsmælikvarða. „Tímasetningin í öllu hjá honum er frábær, hann fer af stað á sama augnabliki og Messi spyrnir í boltann. Þetta er geggjuð markvarsla og þvílíkur kraftur í honum. Þetta er úrvalshæð fyrir markvörð, aðeins ofar eða neðar og þá ertu of seinn. Það var keimlíkur aðdragandi hvernig Hannes hegðar sér rétt fyrir spyrnuna og svo Szczęsny. Hann hoppar og lemur í slána, Hannes klappar saman höndum rétt áður en hann spyrnir. Hvort slíkt hafi áhrif er reyndar ómögulegt að segja.“

Guðmundur Hreiðarsson þekkir svið fótboltans.
© Torg / Ernir Eyjólfsson

Messi stækkar augnablikið

Það að verja frá Lionel Messi á þessu stærsta sviði fótboltans gerir augnablikið enn stærra fyrir markvörð. „Það gerir þetta allt miklu stærra. Í tilfelli okkar Íslendinga og þá sérstaklega fyrir Hannes, þá er hans augnablik í mínum bókum stærra, Ísland nær þarna stigi í sínum fyrsta leik á HM. Það að verja á móti Messi er hins vegar alltaf stórt augnablik, sama hvernig úrslitin verða," segir Guðmundur, um augnablikin sem alla markverði dreymir um. n