Banda­ríski at­vinnu­kylfingurinn Dustin John­son hefur á sínum stutta tíma í LIV-móta­röðinni í golfi halað inn verð­launa­fé sem nemur 7,7 milljónum Banda­ríkja­dala, rúmum 1,1 milljarði ís­lenskra króna. Hann er að­eins búinn að fara í gegnum fjögur ein­stak­lings­mót á móta­röðinni frá því að hann gekk til liðs við LIV frá PGA en leiðir nú á öllum víg­stöðum.

Það var í upp­hafi júní­mánaðar sem Dustin til­kynnti um á­kvörðun sína að ganga til liðs við hina nýju LIV-móta­röð sem er keyrð á­fram á fjár­magni frá Sádí-Arabíu. Talið er að Dustin hafi fengið um 125 milljónir banda­ríkja­dala í sinn vasa fyrir það eitt að skrifa undir samning við móta­röðina og því er hann alls búinn að hala inn yfir 130 milljón banda­ríkja­dala á sínum fyrstu þremur mánuðum sem kylfingur LIV.

Yfir sinn feril á PGA-móta­röðinni, sem hófst af al­vöru árið 2008, náði Dustin að hala inn verð­launa­fé sem nam tæpum 75 milljónum dollara. og gefur það les­endum á­kveðin saman­burð á fjár­magninu sem er í um­ferð í LIV-móta­röðinni að sjá Dustin vera, eftir að­eins fjögur mót og þrjá mánuði búinn að vinna sér inn upp­hæð sem sam­svarar tæpum tíu prósentum af því verð­launa­fé sem hann vann sér inn á rúm­lega 14 ára ferli innan PGA mótaraðarinnar.

Fagnaði vel og innilega

Dustin setti niður pútt fyrir erni af rúmlega 10 metra færi í bráðabana á móti LIV í Boston um síðustu helgi og tryggði sér þar með sigur á mótinu og fjögurra milljón Bandaríkjadala í verðlaunafé. Talað er um púttið og bráðabananna sem fyrstu stóru stundina á skömmu ferli LIV-mótaraðarinnar.

Sigrinum fagnaði hann vel og innilega í háloftunum síðar um kvöldið um borð í einkaþotu ásamt eiginkonu sinni og vinum.

Dustin gat fagnað vel og innilega
Mynd: Skjáskot