Málið á sér aðdraganda en undir lok síðasta árs var greint frá þeirri ákvörðun stjórnar Opna ástralska meistaramótsins í tennis að allir keppendur mótsins yrðu að vera bólusettir til þess að mega taka þátt á mótinu.

Djokovic hefur hingað til ekki viljað gefa það upp hvort hann hafi verið bólusettur fyrir Covid-19 en leiða má líkur á því að hann sé það ekki fyrst staðan sem upp er komin sé þessi. Við komu hans til Ástralíu á dögunum framvísaði hann undanþágu frá lækni sem hann bar vonir við að myndu gera sér kleift að taka þátt á mótinu sem hefst þann 17. janúar næstkomandi.

Stjórnvöld í Ástralíu voru hins vegar ekki á sama máli, þeir tóku undanþáguna sem Djokovic framvísaði, ekki gilda. Við komuna til Ástralíu var Djokovic látinn dúsa á flugvellinum í nokkrar klukkustundir og í kjölfarið á því var atvinnuleyfi hans í landinu afturkallað.

,,Reglurnar hvað þetta varðar eru mjög skýrar. Þú verður að framvísa læknisundanþágu, hann var ekki með gilda læknisundanþágu og þessi ákvörðun var því tekin," sagði Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu um málið.

Djokovic og hans teymi áfrýjuðu þessari niðurstöðu stjórnvalda í málinu og sú áfrýjun verður tekin fyrir á mánudaginn. Í stað þess að fljúga aftur heim frá Ástralíu í dag mun Djokovic því eyða næstu dögum á sóttvarnarhóteli í Ástralíu.

Spánverjinn Rafa Nadal, hefur verið einn helsti keppinautur Djokovic. ,,Í lok dags get ég aðeins sagt að við erum öll búin að vera ganga í gegnum mjög krefjandi tíma og margar fjölskyldur hafa verið þjást undanfarin tvö ár í tengslum við heimsfaraldurinn. Ég meina, það er mjög skiljanlegt að almenningur hér í Ástralíu verði pirraður í tengslum við þetta mál vegna þess að þau hafa gengið í gegnum margt og þurft að leggja mikið á sig með útgöngubanni og öðru slíku."

Nadal segist taka orð sérfræðinga gild. ,,Ég þurfti að takast á við Covid og hef verið bólusettur í tvígang. Ef maður gerir þetta þá er ekkert vandamál fyrir þig að spila hérna, það er mjög skýrt. Það sem er einna helst skýrt í þessu er að ef þú er bólusettur þá máttu spila á Opna ástralska meistaramótinu og heimurinn hefur að mínu mati verið að þjóst nógu mikið fyrir okkur að fylgja þessum reglum ekki."