Jose Mourinho segist ekki vera að skoða möguleikann á því að semja við Zlatan Ibrahimovic sem er í leit að nýju félagi.

Sænski framherjinn er að renna út á samningi hjá LA Galaxy í Bandaríkjunum og hefur gefið það út að hann muni ekki framlengja í Los Angeles.

Mourinho fékk Zlatan til Manchester United á sínum tíma sem leiddi til þess að hann var spurður út í möguleikann á því að bæta Zlatan við leikmannahóp Tottenham.

„Við erum með besta framherja Englands innanborðs og einn af bestu framherjum Evrópu í Harry Kane. Það eru engin rök fyrir því að fá leikmann eins og Zlatan inn. Hann er að nálgast fertugsaldurinn en getur enn komist í nánast öll lið heimsins.“