Af­­leitur sóknar­­leikur varð ís­­lenska karla­lands­liðinu í hand­­bolta að falli er liðið tapaði í gær­kvöldi sínum fyrsta leik eftir von­brigðin sem liðið upp­­lifði á HM. And­­stæðingur gær­kvöldsins var Tékk­land í undan­­keppni EM, Tékkarnir voru sterkari og unnu að lokum fimm marka sigur 22-17.

Eftir leik voru málin rædd í EM stofunni á RÚV þar sem að fyrrum at­vinnu- og lands­liðs­mennirnir Ás­geir Örn Hall­gríms­son og Logi Geirs­son sátu í hlut­verki sér­fræðinga. Kristjana Arnars­dóttir, í­þrótta­frétta­kona RÚV stýrði þættinum.

„Ég man ekki eftir annarri eins hörmung í fljótu bragði,“ ´sagði Ás­geir Örn Hall­gríms­son, fyrrum lands­liðs­maður og bætti við:

„Á­byrgðin liggur hjá liðinu í heild. Ég held samt að aðal­lega sé um að ræða and­leysi hjá leik­mönnum. Að mæta og skilja eftir sig svona frammi­stöðu, þetta er bara fyrir neðan allar hellur.

Þeir héldu að þeir væru að fara verða heims­meistarar núna í janúar. Skora síðan tíu mörk í fyrri hálf­leik í kvöld, þá hélt maður nú að botninum væri náð, en nei þá skora þeir sjö mörk í seinni hálf­leik. Það er eins og gólfið í þeirra frammi­stöðu sé ekki til.“

Úr­slitin komi á ó­vart miðað við gæðin sem búi í liðinu.

„Þeir sem ein­staklingar hafa klár­lega bullandi sjálfs­traust því margir þeirra eru að spila mjög vel með sínum fé­lags­liðum. Þeir sem heild, þeir sem lið, hafa ekkert sjálfs­traust. Það vantar ein­hvern stoppara í þetta hjá þeim þar sem þeir ein­hvern veginn ná að trekkja sig í gang.“

Logi Geirs­son, fyrrum lands­liðs­maður, tók í svipaðan streng.

„Ég hélt ég hefði séð allt í þessu en í dag sá ég al­gjört af­hroð. Sóknar­lega, að vera búnir að skora tvö mörk eftir tuttugu mínútur í seinni hálf­leik sem, og að sjá holninguna og andann í liðinu. Það var eigin­lega bara ó­trú­legt að sjá þetta.

Ég ætla ekki að fara kenna neinu van­mati um þessi úr­slit en inn­stillingin í þennan leik. Í þessi tíu ár sem ég hef setið hérna í þessu setti, ég hef aldrei séð lé­legri leik hjá lands­liðinu.

Það er eitt­hvað að, það sýnir sig.“

Ís­land og Tékk­land mætast öðru sinni í Laugar­dals­höll á sunnu­daginn kemur.