Forráðamenn Liverpool eru byrjaðir að ræða við umboðsmenn James Milner um nýjan samning enda innan við ár eftir af samningi Milner.

Milner er að leika sitt fimmta tímabil með Liverpool eftir að hafa áður leikið með Manchester City, Aston Villa, Newcastle og Leeds.

Miðjumaðurinn fjölhæfi kom við sögu í 45 leikjum á síðasta tímabili þegar Liverpool vann Meistaradeild Evrópu og skilaði sjö mörkum fyrir liðið úr Bítlaborginni.

Milner hefur gælt við hugmyndina að snúa aftur til uppeldisfélags síns, Leeds til að ljúka ferlinum en það virðist ekkert vera farið að hægjast á Milner.

Vill Jurgen Klopp því ólmur hafa Milner áfram hjá félaginu þrátt fyrir að hann verði 34 ára í janúar næstkomandi.

Þá er félagið einnig í viðræðum vð Gini Wijnaldum og Joel Matip um nýja samninga en þeir eiga báðir eitt og hálft ár eftir af samningum sínum.