Þýskir fjölmiðlar fullyrða að Dortmund hafi sent Manchester United skilaboð um að félagið hafi út júlímánuð til að leggja fram tilboð, annars fari Sancho ekki fet.

Þrátt fyrir ungan aldur hefur hinn 21 ára gamli Sancho leikið 104 leiki í þýsku deildinni og 21 leik í Meistaradeildinni. Í 104 leikjum í deildinni hefur Sancho skorað 38 mörk og lagt upp 51 mark.

Hann hefur verið orðaður við Manchester United í rúmt ár en enska félagið var ekki tilbúið að greiða uppsett verð fyrir Sancho á síðasta ári.

Dortmund er hinsvegar búið að lækka verðmiðann og er nú á svipuðu leyti og Manchester United.