Zlatan kom ekkert við sögu í leiknum en í sjónvarpsútsendingunni heyrist einstaklingur hrópa níðyrði um múslima frá Bosníu sem þjóðernissinnar frá Serbíu notast við.

Sænski framherjinn á rætur að rekja til Bosníu og Króatíu en er fæddur og uppalinn í Svíþjóð.

Áhorfendabann er í gildi á leikjum í Serbíu en Rauðu Stjörnunni var heimilt að deila út boðsmiðum í einkastúkuna á vellinum sem var þétt setin.

Félagið bað Zlatan afsökunar á hegðun stuðningsmannana en nú hefur UEFA ákveðið að hefja rannsókn á málinu.