Handbolti

„Hefði þegið jafna stöðu fyrir seinni leikinn“

Guðmundur Guðmundsson telur að íslenska handboltalandsliðið eigi talsvert inni frá fyrri leiknum gegn Litháen í umspili um sæti á HM. Seinni leikurinn fer fram í kvöld.

Guðmundur ætlar að gera örlitlar áherslubreytingar á íslensku vörninni fyrir leikinn í kvöld. Fréttablaðið/Vilhelm

Ísland fær Litháen í heimsókn í seinni leik liðanna í umspili um laust sæti í heimsmeistaramótinu árið 2019 í Laugardalshöll í kvöld. Liðin gerðu jafntefli, 27-27, í kaflaskiptum leik er þau mættust í Vilníus á föstudaginn var.

Ísland hóf fyrri leikinn betur, en liðið átti í mestum vandræðum með Aidenas Malasinskas, leikstjórnanda litháíska liðsins, og Jonas Truchanovicius, vinstri skyttuna í liði Litháa. Framliggjandi og aðgangshörð vörn litháíska liðsins olli íslenska liðinu vandræðum og fimir og ferskir fætur gerðu íslensku vörninni erfitt fyrir.

Aron Pálmarsson og Ómar Ingi Magnússon drógu hins vegar vagninn í sóknarleik íslenska liðsins, auk þess sem Arnór Þór Gunnarsson var öryggið uppmálað af vítalínunni. Þá átti Björgvin Páll Gústavsson góðan leik í íslenska markinu.

„Ef mér hefði verið boðið það fyrir þetta einvígi að fara með jafna stöðu frá erfiðum útivelli í heimaleikinn þá hefði ég þegið það með þökkum. Leikurinn úti hefði hæglega getað farið verr og sterkar þjóðir hafa lent í vandræðum í Litháen undanfarið. Við vitum hins vegar að við getum gert betur og ætlum að gera það í leiknum í dag,“ sagði Guðmundur Þórður Guðmundsson, þjálfari íslenska liðsins, í samtali við Fréttablaðið.

„Við þurfum að sýna heilsteyptari sóknarleik en við gerðum ytra og fara betur með þau opnu marktækifæri sem við sköpum. Ég hef fulla trú á því að færanýtingin verði betri í leiknum í kvöld og það eitt og sér færir okkur langt í átt að sigri. Mér finnst eiginlega allir leikmenn liðsins eiga aðeins inni frá því í leiknum ytra og ef við spilum á pari við eigin getu þá förum við með sigur af hólmi og tryggjum okkur sæti á heimsmeistaramótinu,“ sagði Guðmundur um hvað betur mætti fara frá fyrri leik liðanna.

„Við þurfum svo að finna betri svör við framliggjandi vörn þeirra og það verða örlitlar áherslubreytingar á vörninni til þess að loka betur á Malsinskas og Truchanov­icius. Við þurfum svo að koma í veg fyrir að línumaðurinn þeirra, Gintaras Cibulskis, komist í stöðu til að fá boltann, en það er reyndar hægara sagt en gert þar sem þar er á ferð ofboðslega öflugur og kraftmikill leikmaður,“ sagði Guðmundur aðspurður hvaða áherslur hafi verið farið yfir í undirbúningi liðsins fyrir seinni leikinn.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Handbolti

Fyrsta tap Kristjáns kom gegn Noregi

Handbolti

Línur munu skýrast í milliriðlunum

Handbolti

Góður skóli fyrir ungt lið Íslands

Auglýsing

Nýjast

Boateng til Barcelona

NFL-stjarna kíkti á Gullfoss

„Ekki hægt að biðja um betri byrjun“

Elín Metta með tíu landsliðsmörk

Elín Metta á skotskónum á Spáni

Veðja aftur á varaliðsþjálfara Dortmund

Auglýsing