Fótbolti

Hazard hafði betur í baráttunni gegn Gylfa Þór

Eden Hazard, framherji Chelsea, þótti standa sig best í septembermánuði í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla.

Eden Hazard skoraði eitt marka Chelsea í sigri liðsins gegn Southampton. Fréttablaðið/Getty

Eden Hazard, markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu karla með sjö mörk í jafn mörgum leikjum, var valinn besti leikmaður septembermánaðar í deildinni. 

Hazard skoraði fimm af þessum sjö mörkum í september, en þar af er þrenna hans í 4-1 sigri gegn Cardiff City. 

Chelsea, sem er á toppi deildarinnar með 20 stig líkt og Manchester City og Liverpool, náði í átta stig af tólf mögulegum í fjórum deildarleikjum sínum í september. 

Belgíski framherjinn hafði betur gegn Gylfa Þór Sigurðssyni, leikmanni Everton, í þessu vali. 

Auk þeirra komu Willy Boly, leikmaður Wolves, Alexandre Lacazette, framherji Arsenal, James Maddison, sóknartengiliður Leicester City, og Raheem Sterling, sóknarmaður Manchester City, til greina í valinu að þessu sinni. 

Þetta er í annað skipti sem Hazard er valinn besti leikmaður mánaðarins, en fyrra skiptið var í október árið 2016.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Fyrsti kostur er að vinna sæti mitt aftur í Rosenborg

Fótbolti

Ómar Ingi þótti skara fram úr í nóvember

Fótbolti

Stefnan er ennþá að semja við lið úti eftir áramótin

Auglýsing

Nýjast

Útisigrar í báðum leikjum kvöldsins

Frakkar stungu af í seinni hálfleik

Valur stöðvaði sigurgöngu Keflavíkur

Rússar færast nær langþráðu EM-gulli

Gylfi og Sara Björk knatt­spyrnu­fólk ársins

Hópur valinn fyrir lokahnykkinn í undankeppni EM

Auglýsing