Handbolti

Haukur utan hóps í leiknum í dag

Haukur Þrastarson verður ekki á leikskýrslu þegar Ísland mætir Króatíu í fyrsta leik liðanna í B-riðli heimsmeistaramótsins í handbolta karla í dag.

Haukur Þrastarson mun horfa á leik Íslands og Króatíu síðdegis í dag úr stúkunni. Fréttablaðið/Eyþór

Selfyssingurinn Haukur Þrastarson verður sá leikmaður í 17 manna leikmannahópi íslenska karlalandsliðsins í handbolta sem verður ekki á leikskýrslu þegar Ísland mætir Króatíu í dag.

Guðmundur Þórður Guðmundsson þjálfari íslenska hélt til München með 17 leikmenn, en einungis er heimilt að hafa 16 leikmenn á leikskýrslu í hverjum leik.

Guðmundur tilkynnti það á blaðamannafundinum þar sem hann opinaberaði leikmannahóp sinn fyrir mótið að Haukur væri 17. leikmaður í hópnum og hann sýnir það í verki með þessari ákvörðun sinni.

Haukur getur hins vegar komið við sögu síðar á mótinu, þar sem hvert lið hefur rétt til þess að gera þrjár breytingar á leikmannahópi sínum á meðan mótinu stendur. 

Leikur Íslands og Króatíu hefst klukkan 17.00. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Handbolti

Mæta Argentínu en ekki Angóla á æfingarmótinu

Handbolti

Ragnheiður inn í landsliðið fyrir Mariam

Sport

Rúnar Már á förum frá Sviss í sumar

Auglýsing

Nýjast

Íþróttadómstóll dæmir PSG í hag gegn UEFA

Wayne Rooney sýndi á sér nýja hlið

Al Arabi staðfestir komu Arons

Bernando segir markmið City að vinna fernuna

Viðar Örn kallaður inn í landsliðið

Draumurinn er ennþá að komast í NBA-deildina

Auglýsing