Craig Pedersen og aðstoðarþjálfarar hans hafa valið þá tólf leikmenn sem leika í kvöld gegn Belgíu í undankeppni EM 2021. 

Leikurinn hefst klukkan 19:45 og fer fram í Laugardalshöllinni. 

Í ljós hefur komið að Haukur Helgi Pálsson er meiddur og þarf því að hvíla í kvöld.

Þeir leikmenn sem eru í æfingahóp og eru ekki í liðinu í kvöld eru þeir Collin Pryor, Stjörnunni, Kristinn Pálsson, Njarðvík og Dagur Kár Jónsson, Raiffeisen Flyers Wels í Austurríki.

Leikmannahópurinn er þannig skipaður:

Haukur Óskarsson, Haukar
Ægir Þór Steinarsson, Stjarnan
Gunnar Ólafsson, Keflavík
Hlynur Bæringsson, Stjarnan
Jón Arnór Stefánsson, KR
Elvar Már Friðriksson, Njarðvík
Hörður Axel Vilhjálmsson, Keflavík
Kristófer Acox, KR
Ólafur Ólafsson, Grindavík
Hjálmar Stefánsson, Haukar
Danero Thomas, Tindastóll
Tryggvi Snær Hlinason, Monbus Obradorio