Körfubolti

Haukur Helgi verður ekki með í kvöld

Haukur Helgi Pálsson landsliðsmaður í körfubolta hefur ekki náð að hrista af sér meiðslin sem hann varð fyrir í leik með Nanterre 92 á dögunum og verður ekki með þegar íslenska liðið mætir Belgum í undankeppni EM 2021 í kvöld.

Gunnar Ólafsson verður í leikmannahópnum hjá Íslandi gegn Belgum í kvöld. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari

Craig Pedersen og aðstoðarþjálfarar hans hafa valið þá tólf leikmenn sem leika í kvöld gegn Belgíu í undankeppni EM 2021. 

Leikurinn hefst klukkan 19:45 og fer fram í Laugardalshöllinni. 

Í ljós hefur komið að Haukur Helgi Pálsson er meiddur og þarf því að hvíla í kvöld.

Þeir leikmenn sem eru í æfingahóp og eru ekki í liðinu í kvöld eru þeir Collin Pryor, Stjörnunni, Kristinn Pálsson, Njarðvík og Dagur Kár Jónsson, Raiffeisen Flyers Wels í Austurríki.

Leikmannahópurinn er þannig skipaður:

Haukur Óskarsson, Haukar
Ægir Þór Steinarsson, Stjarnan
Gunnar Ólafsson, Keflavík
Hlynur Bæringsson, Stjarnan
Jón Arnór Stefánsson, KR
Elvar Már Friðriksson, Njarðvík
Hörður Axel Vilhjálmsson, Keflavík
Kristófer Acox, KR
Ólafur Ólafsson, Grindavík
Hjálmar Stefánsson, Haukar
Danero Thomas, Tindastóll
Tryggvi Snær Hlinason, Monbus Obradorio

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Körfubolti

Njarðvíkingar með fimm sigra í röð

Körfubolti

Snæfell hélt KR í 46 stigum

Körfubolti

Einkaþjálfari Currys opnaði nýja vídd

Auglýsing

Nýjast

Öruggur Vals­sigur í Reykja­víkurs­lagnum gegn Fram

Segja Björn Daníel hafa samþykkt tilboð frá FH

Doherty hetja Úlfanna gegn Newcastle

Róbert Ísak raðar inn titlum

Heimir mættur til Katar

Gunnar sigraði and­stæðinginn al­blóðugan

Auglýsing