Haukur Helgi Pálsson sem lék með franska liðinu Nanterre á síðasta keppnistímabili og hefur leikið í Frakklandi síðan árið 2016 hefur ákveðið að söðla um og leika í Rússlandi á næsta keppnistímabili.

Þar mun hann leika með rússneska úrvalsdeildarliðinu BC Unics sem leikur heimaleiki sína í Kazan.

Þetta kemur fram í tilkynningu á twitter-síðu rússneska félagsins.

BC Unics endaði í öðru sæti í úrvalsdeildinni á síðasta tíma­bili og fór í undanúr­slit um meist­ara­titil­inn.

Liðið mun spila í Evr­ópu­bik­arn­um á næstu leiktíð eins og síðasta vet­ur þar sem það fór í undanúr­slit en tapaði fyr­ir Valencia sem hafði svo betur gegn Martin Hermannssyni og félögum hans hjá Alba Berlin.