Körfubolti

Haukur Helgi skiptir um lið í Frakklandi

Landsliðsmaðurinn Haukur Helgi Pálsson er nýjasti leikmaður franska úrvalsdeildarliðsins Nanterre 92.

Haukur Helgi hefur leikið í Frakklandi síðan 2016. Fréttablaðið/Anton

Haukur Helgi Pálsson er genginn í raðir franska úrvalsdeildarliðsins Nanterre 92 frá Cholet í sömu deild.

Nanterre endaði í 7. sæti frönsku deildarinnar á síðasta tímabili og féll úr leik fyrir Strasbourg í 8-liða úrslitum úrslitakeppninnar. Nanterre hefur einu sinni orðið franskur meistari (2013) og tvisvar sinnum bikarmeistari (2014 og 2017).

Haukur hefur leikið í Frakklandi undanfarin tvö tímabil; fyrst með Rouen Métropole í B-deildinni og svo með Cholet í úrvalsdeildinni.

Á síðasta tímabili var Haukur með 9,3 stig, 2,5 fráköst og 1,7 stoðsendingar að meðaltali í leik með Cholet. Hann var næstbestu þriggja stiga nýtinguna í frönsku deildinni (47,6%).

Haukur hefur verið fastamaður í íslenska landsliðinu á undanförnum árum og lék með því á EM 2015 og 2017. Hann hefur leikið 67 landsleiki.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Körfubolti

Útisigrar í báðum leikjum kvöldsins

Körfubolti

Valur stöðvaði sigurgöngu Keflavíkur

Körfubolti

Jón Arnór hetja KR - Elvar magnaður

Auglýsing

Nýjast

Frakkar stungu af í seinni hálfleik

Rússar færast nær langþráðu EM-gulli

Gylfi og Sara Björk knatt­spyrnu­fólk ársins

Hópur valinn fyrir lokahnykkinn í undankeppni EM

Benitez valinn stjóri mánaðarins í nóvember

Ljóst hvaða liðum Ísland getur mætt í HM umspilinu

Auglýsing