Körfubolti

Haukur Helgi skiptir um lið í Frakklandi

Landsliðsmaðurinn Haukur Helgi Pálsson er nýjasti leikmaður franska úrvalsdeildarliðsins Nanterre 92.

Haukur Helgi hefur leikið í Frakklandi síðan 2016. Fréttablaðið/Anton

Haukur Helgi Pálsson er genginn í raðir franska úrvalsdeildarliðsins Nanterre 92 frá Cholet í sömu deild.

Nanterre endaði í 7. sæti frönsku deildarinnar á síðasta tímabili og féll úr leik fyrir Strasbourg í 8-liða úrslitum úrslitakeppninnar. Nanterre hefur einu sinni orðið franskur meistari (2013) og tvisvar sinnum bikarmeistari (2014 og 2017).

Haukur hefur leikið í Frakklandi undanfarin tvö tímabil; fyrst með Rouen Métropole í B-deildinni og svo með Cholet í úrvalsdeildinni.

Á síðasta tímabili var Haukur með 9,3 stig, 2,5 fráköst og 1,7 stoðsendingar að meðaltali í leik með Cholet. Hann var næstbestu þriggja stiga nýtinguna í frönsku deildinni (47,6%).

Haukur hefur verið fastamaður í íslenska landsliðinu á undanförnum árum og lék með því á EM 2015 og 2017. Hann hefur leikið 67 landsleiki.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Körfubolti

Keflvíkingar niðurlægðu granna sína

Körfubolti

Tindastóll og Njarðvík áfram með fullt hús

Körfubolti

Leikstjórnandi ÍR frá næstu vikurnar

Auglýsing

Nýjast

Magnaður endasprettur skilaði Haukum sigri

Öll íslensku liðin komin í úrslit

Fram ræður þjálfara

Frumraun LeBron með Lakers í nótt

Fylkir fær ungan og efnilegan markvörð

Vignir yfirgefur TTH Holstebro eftir tímabilið

Auglýsing