Hauk­ur Helgi Páls­son, landsliðsmaður í körfubolta, er meiddur á ökkla.

Haukur Helgi varð fyrir meiðslum í leik með liði sínu MoraBanc Andorra fyrr í þessari viku. Þetta kemur fram á Twitter-síðu félagsins.

Þar segir að um sé að ræða skaða á liðböndum í ökklanum en ekki kemur fram í tilkynningunni hversu alvarleg meiðslin eru.

Haukur Helgi og samherjar hans eru í ell­efta sæti af átján liðum í spænsku A-deild­inni og er komnir áfram í sextán liða úr­slit í Evr­ópu­bik­arn­um.