Ís­lenska karla­lands­liðið leikur í dag afar mikil­vægan leik í undan­keppni HM 2023 þegar að liðið mætir Úkraínu. Fyrir leikinn er Ís­land með jafn­mörg stig og Georgía í 3.-4 .sæti riðilsins en efstu þrjú liðin tryggja sér sæti á loka­móti HM.

Leikur Ís­lands og Úkraínu fer fram í Lett­landi vegna á­standsins í Úkraínu þessa mánuðina sem er til­komið vegna inn­rásar Rússa í landið. Leikurinn mikil­vægi hefst klukkan 14:00 en Cra­ig Peder­sen, lands­liðs­þjálfari Ís­lands gerir tvær breytingar á hópnum frá tap­leiknum gegn Georgíu á föstu­daginn síðast­liðinn.

Haukur Helgi Páls­son glímir við smá­vægi­leg meiðsli eftir leikinn gegn Georgíu og getur ekki tekið þátt í leik dagsins, inn í hans stað kemur Hörður Axel Vil­hjálms­son. Þá kemur Ragnar Ágúst Nat­hanaels­son inn í hópinn í stað Þor­valdar Orra Árna­sonar.

Sigur í dag gegn Úkraínu heldur Ís­landi enn í bar­áttunni um laust sæti á HM og setur upp afar mikil­vægan leik gegn Georgíu á úti­velli. Tap í dag gerir róðurinn ansi þungan fyrir ís­lenska liðið.

Íslenski landsliðsæfingahópurinn er skipaður eftirtöldum leikmönnum í dag: (landsleikir í sviga)
Elvar Már Friðriksson · Rytas Vilnius, Litháen (62)
Hilmar Pétursson · Muenster, Þýskalandi (3)
Hörður Axel Vilhjálmsson · Keflavík (95)
Jón Axel Guðmundsson · Victoria Libertas Pesaro, Ítalíu (22)
Kári Jónsson · Valur (29)
Kristófer Acox · Valur (49)
Ólafur Ólafsson · Grindavík (51)
Ragnar Ágúst Nathanaelsson · Hamar (56)
Sigtryggur Arnar Björnsson · Tindastóll (25)
Styrmir Snær Þrastarson · Þór Þorlákshöfn (6)
Tryggvi Snær Hlinason · Basket Zaragoza, Spáni (55)
Ægir Þór Steinarsson · CB Lucentum Alicante, Spáni (77)