Hauk­ur Helgi Páls­son, landsliðsmaður í körfubolta, hefur verið leystur undan samningi hjá rússneska félaginu UNICS Kaz­an en þetta kom fram í tilkynningu sem félagið sendi frá sér í gærkvöldi. Haukur Helgi lék þar af leiðandi eitt tímabil með liðinu.

Hauk­ur 5,9 stig að meðaltali fyrir UNICS Kazan í VTB-deild­inni á nýliðinni leiktíð sem hætt var vegna kórónaveirufaraldursins. Í VTB-deildinni leika sterkustu lið fyrrum Sóvetríkjanna. Þá skoraði hann þar að auki 4,4 stig að meðaltali í leikjum liðsins í Evr­ópu­bik­arn­um.

„Það hafa verið viðræður í gangi við nokkur félög síðustu vikurnar en margar deildir fóru hins vegar í gang aftur og þá fóru þær í bið. Ég býst við að ganga frá næsta áfangastað í lok júní,“ segir Haukur Helgi í samtali við Fréttablaðið um framhaldið.

Þessi fjölhæfi leikmaður sem er uppalinn hjá Fjölni hefur auk uppeldisfélagsins og UNICS Kazan leikið með Njarðvík, Manresa, Breogán, LF Luleå, Baskonia, Rouen Métropole, Cholet og Nanterre 92 á ferli sínum.