Haukur Þrastarson, landsliðsmaður í handbolta, hefur framlengt samning sinn við pólska félagið Kielce. Fyrr á þessu ári gerði Haukur þriggja ára samning við Kielce en sá samningur hefur nú verið framlengdur og gildir til sumarsins árið 2025.

Dvöl Hauks hjá Kielce byrjar reyndar ekki vel en hann kom til Póllands nýbúinn að fara í aðgerð vegna álagsbrots í ristinni. Talið er að hann verði um það bil þrjá mánuði að ná sér góðum af þeim meiðslum.

Þessi uppaldi Selfyssingur varð Íslandmeistari með uppeldisfélaginu vorið 2018 og var bæði marka- og stoðsendingahæstur þegar keppni var hætt á Íslandsmótinu í mars síðastliðnum. Þá hefur hlutverk hans með íslenska landsliðinu vaxið með hverju verkefninu sem hann tekur þátt í með liðinu.