Handbolti

Haukur fór á kostum í þriðja sigri Íslendinga í röð

Ísland vann sinn riðil á EM U-18 ára í handbolta karla með fullu húsi. Íslensku strákarnir báru sigurorð af Slóveníu í dag, 24-28.

Haukur var óstöðvandi gegn Slóveníu. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari

Haukur Þrastarson skoraði 12 mörk þegar Ísland vann Slóveníu, 24-28, í lokaumferð riðlakeppninnar á EM U-18 ára í dag.

Íslendingar unnu alla sína leiki í D-riðli með samtals 14 mörkum. Þeir eru komnir áfram í milliriðil. Keppni í milliriðlum hefst á þriðjudaginn.

Ísland var sterkari aðilinn í leiknum í dag. Staðan í hálfleik var 8-15, Íslendingum í vil.

Níu leikmenn Íslands komust á blað í leiknum í dag. Haukur var markahæstur með 12 mörk en þeir Dagur Gautason, Stiven Tobar Valencia, Tumi Steinn Rúnarsson og Arnar Máni Rúnarsson þrjú mörk hver. Viktor Gísli Hallgrímsson varði 20 skot í íslenska markinu.

Mörk Íslands: Haukur Þrastarson 12, Dagur Gautason 3, Arnar Máni Rúnarsson 3, Tumi Steinn Rúnarsson 3, Stiven Tobar Valencia 3, Þorleifur Rafn Aðalsteinsson 1, Jón Bald Freysson 1, Arnór Snær Óskarsson 1, Eiríkur Guðni Þórarinsson 1.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Handbolti

Haukur og Dagur í hópi vonarstjarna Evrópu

Handbolti

Nýliðarnir að norðan upp í 2. sætið

Handbolti

Aron og Bjarki komnir í undanúrslit

Auglýsing

Nýjast

Bolt ekki á leiðinni til Möltu

Khan dregur til baka tilboð sitt í Wembley

Wenger boðar endurkomu sína

Gunnlaugur áfram í Laugardalnum

„Fátt annað komist að undanfarna mánuði"

Turan fær væna sekt fyrir líkamsárás

Auglýsing