Haukur Þrastarson gaf kost á sér og fer með íslenska piltalandsliðinu á HM skipað leikmönnum undir nítján ára aldri sem fer fram í Makedóníu í ágúst.

Selfyssingurinn gaf ekki kost á sér í U21 árs landsliðið sem tók þátt á HM á Spáni á dögunum þar sem Ísland lenti í 14. sæti eftir að hafa tapað gegn Króatíu í sextán liða úrslitunum.

Alls eru tólf leikmenn í leikmannahóp íslenska liðsins sem fóru á Evrópumót U17 ára þar sem íslenska liðið fékk silfurverðlaunin síðasta sumar.

Hópinn í heild sinni má sjá hér fyrir neðan en þeir skáletruðu fóru á EM í fyrra.

Arnór Snær Óskarsson, Valur

Blær Hinriksson, HK

Dagur Gautason, KA

Einar Örn Sindrason, FH

Eiríkur Guðni Þórarinsson, HK

Goði Ingvar Sveinsson, Fjölnir

Guðjón Baldur Ómarsson, Selfoss

Hafsteinn Óli Ramos Rocha, Fjölnir

Haukur Þrastarson, Selfoss

Jón Bald Freysson, Fjölnir

Ólafur Brim Stefánsson, Valur

Sigurður Dan Óskarsson, FH

Stiven Tobar Valencia, Valur

Svavar Sigmundsson, KA

Tjörvi Týr Gíslason, Valur

Tumi Steinn Rúnarsson, Afturelding

Þjálfarateymið er eftirfarandi:

Heimir Ríkarðsson, þjálfari

Magnús Kári Jónsson, aðstoðarþjálfari

Andrés Friðrik Kristjánsson, sjúkraþjálfari

Björn Eiríksson, liðsstjóri