Bæði fjölmiðlamenn og þjálfarar, fyrirliðar og formenn liða í úrvals- og 1. deildum karla og kvenna eru sammála um að Haukar verði Íslandsmeistarar í kvennaflokki í körfubolta í vetur en í karlaflokki spá fjölmiðlamenn Keflvíkingum titlinum á meðan hreyfingin spáir því að Njarðvík standi uppi sem sigurvegari.

Þetta kom fram á kynningarfundi KKÍ í hádeginu fyrir mótið sem hefst á morgun.

Í kvennaflokki fengu Haukar 284 stig af 288 mögulegum hjá körfuknattleikshreyfingunni og 152 stig af 156 hjá fjölmiðlamönnum en ríkjandi Íslandsmeistarar Vals eru taldar líklegastar til að veita Haukum samkeppni. Skallagrími er spáð neðsta sæti deildarinnar.

Í karlaflokki fékk Njarðvík 398 stig af 432 mögulegum í spá körfuknattleikshreyfingarinnar en Keflavík 141 stig af 156 í spá fjölmiðlamanna. Þessi tvö nágrannalið skipa efstu tvö sætin í báðum spánum en Blikum og Vestra er spáð niður.

Spánna í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.

Spá körfuknattleikshreyfingarinnar

Subway-deild kvenna

 1. Haukar 284
 2. Valur 204
 3. Fjölnir 200
 4. Keflavík 136
 5. Njarðvík 90
 6. Breiðablik 80
 7. Grindavík 53
 8. Skallagrímur 33

Subway-deild karla

 1. Njarðvík 398
 2. Keflavík 367
 3. Stjarnan 329
 4. Valur 323
 5. Tindastóll 312
 6. KR 235
 7. Grindavík 223
 8. Þór Þ. 215
 9. ÍR 146
 10. Þór Ak. 107
 11. Breiðablik 102
 12. Vestri 51

Spá fjölmiðlamanna

Subway-deild kvenna

 1. Haukar 152
 2. Valur 111
 3. Fjölnir 101
 4. Keflavík 82
 5. Breiðablik 50
 6. Njarðvík 37
 7. Grindavík 32
 8. Skallagrímur 20

Subway-deild karla

 1. Keflavík 141
 2. Njarðvík 129
 3. Tindastóll 122
 4. Stjarnan 115
 5. Valur 110
 6. Þór Þ. 110
 7. KR 78
 8. Grindavík 74
 9. ÍR 55
 10. Þór Ak. 38
 11. Breiðablik 27
 12. Vestri 16