Leikurinn hefst klukkan 16:00 í dag og fer fram í Vodova í Tékklandi.

Haukar eru án sigurs í keppninni nú þegar að fimm umferðir hafa verið leiknar. En freista þess að ná sínum fyrsta sigri í riðlinum í lokaleik riðlakeppninnar.

Haukar og KP Brno mættust þann 28. október síðastliðinn á Ásvöllum í Hafnarfirði en sá leikur endaði með 61-80 sigri KP Brno.

Þetta er í þriðja sinn í sögu Körfuknattleikssambands Íslands sem íslenskt félagslið tekur þátt í Euro Cup en Haukar eru eina félagið sem hefur gert það. Þær tóku þátt 2005-2006 og 2006-2007 í evrópukeppninni síðast.

Hægt verður að horfa á leikinn í YouTube streymi á vegum Alþjóða körfuknattleikssambandsins: