Hann fær því ekki að klára tímabilið með Hafnfirðinga.

Martin tók við Haukaliðinu vorið 2019 eftir að hafa áður stýrt liði Tindastóls.

Haukar sigldu lygnan sjó um miðja deild í fyrra þegar keppni var hætt vegna heimsfaraldursins en Hafnfirðingar hafa verið í stökustu vandræðum það sem af er tímabils.

Eftir fjórtán leiki eru Haukar í neðsta sæti deildarinnar og hafa aðeins unnið þrjá leiki.

Ekki er búið að tilkynna hver tekur við stöðunni.