Handbolti

Haukar rúlluðu yfir meistarana

Haukar tóku Íslandsmeistara Vals í kennslustund í seinni leik liðanna í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla. Haukar unnu 10 marka sigur, 29-19.

Björgvin Páll varði eins og berserkur. Fréttablaðið/Anton

Haukar tryggðu sér sæti í undanúrslitum Olís-deildar karla með risasigri á Val, 29-19, í kvöld. Haukar unnu einvígið 2-0 og mæta ÍBV í undanúrslitunum.

Haukar hreinlega völtuðu yfir ráðalausa Valsmenn sem áttu engin svör við leik Hafnfirðinga. Haukar slógu Valsmenn einnig úr leik í 8-liða úrslitum Coca Cola-bikarsins. 

Björgvin Páll Gústavsson átti magnaðan leik fyrir aftan öfluga vörn Hauka sem voru 12-6 yfir í hálfleik.

Í seinni hálfleik varð munurinn mest 12 mörk en Haukar unnu á endanum 10 marka sigur, 29-19.

Adam Haukur Baumruk átti sinn besta leik í vetur og var markahæstur í liði Hauka með sjö mörk. Daníel Þór Ingason kom næstur með sex mörk.

Sveinn Aron Sveinsson og Anton Rúnarsson skoruðu fimm mörk hvor fyrir Val sem náði ekki að fylgja eftir frábæru tímabili í fyrra. Þá urðu Valsmenn Íslands- og bikarmeistarar og komust í undanúrslit Áskorendabikars Evrópu.

Mörk Hauka:
Adam Haukur Baumruk 7, Daníel Þór Ingason 6, Heimir Óli Heimisson 5, Leonharð Þorgeir Harðarson 4, Hákon Daði Styrmisson 3/3, Brynjólfur Snær Brynjólfsson 2, Atli Már Báruson 1, Tjörvi Þorgeirsson 1.

Mörk Vals:
Sveinn Aron Sveinsson 5/2, Anton Rúnarsson 5, Ólafur Ægir Ólafsson 3, Vignir Stefánsson 2, Magnús Óli Magnússon 2, Ýmir Örn Gíslason 2.

Adam Haukur skorar eitt sjö marka sinna. Fréttablaðið/Anton

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Handbolti

Guðmundur á leið á sitt 22. stórmót

Handbolti

„Margir sem vanmeta Litháa en við gerum það ekki“

Handbolti

Montpellier meistari á ný

Auglýsing

Nýjast

Casillas og Salah koma Karius til varnar eftir leik

ÍBV fær góðan liðsstyrk fyrir seinni hlutann

Ljóst hvaða liðum FH og Stjarnan geta mætt

Valur gæti farið til Moldóvu eða Makedóníu

Felix Örn á leið til Danmerkur

Mourinho: Ekki komin mynd á liðið okkar

Auglýsing