Handbolti

Haukar meistarar meistaranna eftir sigur á Fram

Haukakonur eru meistarar meistaranna eftir 22-19 sigur á Fram í Framheimilinu í kvöld í lokaleik liðanna áður en Olís-deildin hefst um helgina.

Frábær línusending splundrar vörn Fram í kvöld. Fréttablaðið/Eyþór

Haukakonur eru meistarar meistaranna eftir 22-19 sigur á Fram í Framheimilinu í kvöld í lokaleik liðanna áður en Olís-deildin hefst um helgina.

Fram hafði titil að verja í þessari árlegu keppni á milli Íslands- og bikarmeistaranna. Þar sem Fram vann báða titla i fyrra mættu þær Haukum, silfurliðinu úr bikarkeppninni í kvöld.

Jafnræði var með liðunum allan leikinn þótt að Haukakonur hafi yfirleitt verið skrefi á undan. Leiddu þær þegar mest var með þremur mörkum í fyrri hálfleik en Fram var aldrei langt undan.

Jafnaði Fram metin í stöðunni 19-19 þegar fimm mínútur voru til leiksloka en Haukar áttu góðan lokasprett þar sem þær skelltu í lás í varnarleiknum og skilaði það þeim titlinum.

Karen Helga Díönudóttir var ásamt Maria Innes Da Silva Pereira markahæstar hjá gestunum með sex mörk en hjá Fram fór Ragnheiður Júlíusdóttir á kostum með ellefu af nítján mörkum liðsins.

Er þetta í fyrsta sinn í ellefu ár sem Haukar vinna Meistarakeppni HSÍ í kvennaflokki en Olís-deild kvenna hefst um helgina.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Handbolti

Valur fór ansi illa með Hauka

Handbolti

Nokkrir góðir kaflar dugðu ÍBV til sigurs

Handbolti

Strembið verkefni hjá Selfossi

Auglýsing

Nýjast

Fínt framan af hjá íslenska liðinu

Felix tryggði íslenska liðinu jafntefli

Helena: Höfum trú á sigri í þessum leik

Vill sjá heilsteyptan leik hjá íslenska liðinu

Höttur og Huginn sameinast

Þessar mæta Slóvökum síðdegis

Auglýsing