Handbolti

Haukar meistarar meistaranna eftir sigur á Fram

Haukakonur eru meistarar meistaranna eftir 22-19 sigur á Fram í Framheimilinu í kvöld í lokaleik liðanna áður en Olís-deildin hefst um helgina.

Frábær línusending splundrar vörn Fram í kvöld. Fréttablaðið/Eyþór

Haukakonur eru meistarar meistaranna eftir 22-19 sigur á Fram í Framheimilinu í kvöld í lokaleik liðanna áður en Olís-deildin hefst um helgina.

Fram hafði titil að verja í þessari árlegu keppni á milli Íslands- og bikarmeistaranna. Þar sem Fram vann báða titla i fyrra mættu þær Haukum, silfurliðinu úr bikarkeppninni í kvöld.

Jafnræði var með liðunum allan leikinn þótt að Haukakonur hafi yfirleitt verið skrefi á undan. Leiddu þær þegar mest var með þremur mörkum í fyrri hálfleik en Fram var aldrei langt undan.

Jafnaði Fram metin í stöðunni 19-19 þegar fimm mínútur voru til leiksloka en Haukar áttu góðan lokasprett þar sem þær skelltu í lás í varnarleiknum og skilaði það þeim titlinum.

Karen Helga Díönudóttir var ásamt Maria Innes Da Silva Pereira markahæstar hjá gestunum með sex mörk en hjá Fram fór Ragnheiður Júlíusdóttir á kostum með ellefu af nítján mörkum liðsins.

Er þetta í fyrsta sinn í ellefu ár sem Haukar vinna Meistarakeppni HSÍ í kvennaflokki en Olís-deild kvenna hefst um helgina.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Handbolti

ÍBV síðasta liðið í Höllina

Handbolti

Fram úr fallsæti með sigri norðan heiða

Handbolti

Halldór hættir með FH eftir tímabilið

Auglýsing

Nýjast

Ágúst þjálfar U-20 ára landsliðið

Messi skoraði þrjú og lagði upp eitt

Newcastle United kom sér í tímabundið skjól

Úrslit úr Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum

Snorri hafnaði í 39. sæti í skiptigöngu

Burnley fikrar sig frá fallsvæðinu

Auglýsing