Það verða Haukar sem leiða saman hesta sína við Selfoss í úrslitum Olísdeildar karla í handbolta.

Þetta varð ljóst eftir 29-26 sigur Hauka í oddaleik liðsins gegn ÍBV í undanúrslitum í úrslitakeppni deildarinnar í Schenker-höllinni að Ásvöllum í kvöld.

Haukar hófu leikinn af meiri krafti og heimamenn höfðu um það bil fjögurra marka forystu framan af leiknum.

Eyjmenn söxuðu hins vegar á forskotið þegar leið á fyrri hálfleikinn og staðan var 13-11 í hálfleik.

Svipuð leikmynd var í seinni hálfleik en Haukar komst þar mest sex mörkum yfir og niðurstaðan þriggja marka sigur Hafnarfjarðarliðins sem fleytir liðinu í úrsltiaviðureignina

Daníel Þór Ingason var markahæstur hjá Haukum með átta mörk og Adam Haukur Baumruk kom næstur með sjö.

Elliði Snær Viðarsson skoraði hins vegar mest fyrir ÍBV eða sex mörk talsins og Sigurbergur Sveinsson kom þará eftir með fimm.