Haukar eru komnir áfram í 16-liða úrslit Coca Cola bikars karla í handbolta eftir öruggan sigur á KA, 23-30, fyrir norðan í kvöld.

KA vann stórsigur, 31-20, í leik liðanna í KA-heimilinu í Olís-deildinni í september en Haukar náðu fram hefndum í kvöld.

Orri Freyr Þorkelsson skoraði ellefu mörk fyrir Hauka sem voru 10-16 yfir í hálfleik. Alls komust tíu leikmenn gestanna á blað í leiknum.

Tarik Kasumovic gerði sex mörk fyrir KA.