Handbolti

Haukar í efsta sætið eftir sigur á Fram

Fjórir leikir fóru fram í Olís-deild karla í dag þegar Haukar skutust upp í efsta sætið með sigri á Fram á sama degi og Grótta vann lífsnauðsynlegan sigur á heimavelli.

Atli Már var markahæstur í liði Hauka í dag með sex mörk í sjö skotum. Fréttablaðið/Ernir

Fjórir leikir fóru fram í Olís-deild karla í dag þegar Haukar skutust upp í efsta sætið með sigri á Fram á sama degi og Grótta vann lífsnauðsynlegan sigur á heimavelli.

Í Safamýrinni tókst Fram að vinna sig inn í leikinn á ný eftir að hafa verið fjórum mörkum undir í byrjun seinni hálfleiks en öflugur lokasprettur Hauka innsiglaði 26-23 sigur.

Haukar sitja í efsta sæti deildarinnar með 23 stig en Valsmenn geta hrifsað toppsætið til sín á ný með sigri gegn ÍR annað kvöld.

Á sama tíma vann Grótta sinn fyrsta sigur síðan í október þegar Seltirningar tóku á móti KA á heimavelli sínum.

Eftir jafnan fyrri hálfleik skildu leiðir að undir lok fyrri hálfleiks og Seltirningar sigldu fram úr KA og innbyrtu 29-25 sigur.

Þetta var ekki góður dagur fyrir lið frá Akureyri en lið Akureyrar tapaði með átta mörkum 22-30 gegn Aftureldingu fyrr í dag.

Þar voru Mosfellingar með frumkvæðið frá fyrstu mínútu og voru með gott forskot allt til loka leiksins.

Þá tókst Stjörnunni ekki að stríða FH í lokaleik dagsins þegar liðin mættust í Garðabænum þegar FH vann 28-20 sigur.

Munurinn var aðeins eitt mark í hálfleik en FH setti í gír á upphafsmínútum seinni hálfleiks og afgreiddi Garðbæinga.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Handbolti

ÍBV síðasta liðið í Höllina

Handbolti

Fram úr fallsæti með sigri norðan heiða

Handbolti

Halldór hættir með FH eftir tímabilið

Auglýsing

Nýjast

Guðni forseti sá Jóhann Berg leggja upp mark

Crystal Palace komst upp í miðja deild

Ágúst þjálfar U-20 ára landsliðið

Messi skoraði þrjú og lagði upp eitt

Newcastle United kom sér í tímabundið skjól

Úrslit úr Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum

Auglýsing