Dregið var í hádeginu í 16-liða úrslit Coca Cola bikarsins í handbolta þar sem hæst ber að nefna viðureign Hauka og Vals í karlaflokki.

Þessi lið mættust í vikunni þar sem Haukar unnu nauman sigur í Origo-höllinni en Valur fær tækifæri til að ná fram hefndum eftir sigur Hauka.

Ríkjandi bikarmeistarar í karlaflokki, FH, heimsækja Gróttu út á Seltjarnarnes á meðan Selfyssingar, ríkjandi Íslandsmeistararnir, heimsækja Þór Akureyri.

Í kvennaflokki sitja ríkjandi bikarmeistarar Vals hjá í 16-liða úrslitunum á meðan Fram fær strembið verkefni gegn Stjörnunni.

Þá mætast Haukar og ÍBV á Ásvöllum á sama tíma og HK tekur á móti Aftureldingu í leikjum liða úr Olís-deild kvenna.

Drátturinn í heild sinni:

16-liða úrslit í karlaflokki:

Afturelding - KA

Fjölnir - Fram

Grótta - FH

Haukar - Valur

Mílan - ÍR

Stjarnan - HK

Þór Akureyri - Selfoss

Þróttur - ÍBV

16-liða úrslit í kvennaflokki:

Fylkir - Fjölnir

Haukar - ÍBV

HK - Afturelding

ÍR - Grótta

Selfoss - KA/Þ​ór

Stjarnan - Fram

Víkingur - FH

Valur situr hjá í 16-liða úrslitunum.