Haukar komust aftur á sigurbraut í kvöld með átján stiga sigri á ÍR í Hafnarfirði á sama tíma og Keflavík vann sjötta leikinn í röð og Stjarnan og Þór Þorlákshöfn unnu leiki sína.

Hafnfirðingar gerðu út um leikinn í fyrstu þremur leikhlutunum og var munurinn 25 stig fyrir lokaleikhlutann áður en ÍR tókst að klóra í bakkann.

Gerald Robinson reyndist fyrrum liðsfélögum sínum erfiður og var með tvöfalda tvennu í 101-82 sigri Hauka.

Keflvíkingar gerðu sér góða ferð norður til Akureyrar og unnu fimmtán stiga sigur á Þórsurum sem eru enn án stiga eftir sex umferðir.

Akureyringar héldu sér inn í leiknum lengi vel og voru fimm stigum undir fyrir lokaleikhlutann en á lokamínútunum sigldi Keflavík fram úr og unnu 95-80 sigur.

Á sama tíma unnu Garðbæingar tólf stiga sigur 95-83 í Grindavík eftir að hafa verið fimm stigum undir í hálfleik.

Sóknarleikur Stjörnunnar fór á flug í seinni hálfleik sem skilaði Garðbæingum öðrum sigrinum í röð.

Þá vann Þór Þorlákshöfn átta stiga sigur 91-83 á Fjölni þar sem nýliðunum tókst að laga stöðuna í fjórða leikhluta og halda spennu í leiknum.

Þórsarar náðu góðu forskoti með frábærum öðrum leikhluta sem færði liðinu sigurinn í Dalhúsum,