Gylfi Þór Sigurðsson var fyrirliði Everton sem steinlá gegn Chelsea fyrr í dag 4-0. Chelsea var nánast fimm númerum of stórir og léku sér að slökum leikmönnum Everton. Gylfi fær að heyra það frá sniðuga fólkinu á Twitter en það fær lítinn hljómgrunn. Eitt og eitt læk en ekkert mikið meir. Aðrir leikmenn liðsins fá einnig að heyra það á samfélagsmiðlinum enda lítið um hrós á þeim bænum.