Evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, hefur úrskurðað Ondrej Ku­dela, sem leikur með tékkneska liðinu Slavia Prag, í tíu leikja bann.

Tékkinn fær refsinguna fyr­ir að beita leikmann skoska liðsins Rangers, Glen Kam­ara, kynþáttaníði þegar liðin áttust við í Evrópudeildinni um miðjan mars síðastliðinn.

Kam­ara, sem er finnskur, var hins vegar úr­sk­urðaður í þriggja leikja bann af aga- og úrskurðarnefnd UEFA fyr­ir að veitast að Kudela eftir að leik liðanna lauk.

Slavia Prag gerði jafntefli við Arsenal í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum keppninnar á Emirates í London í síðustu viku. Kudela tók þar út fyrsta leikinn í keppnisbanni sínu. Liðin mætast svo í Prag í næstu viku.