Sport

Hart og Wilshere ekki til Rússlands

Það er ekkert pláss fyrir Joe Hart og Jack Wilshere í HM-hópi Gareths Southgate sem verður tilkynntur á morgun.

Wilshere og Hart sitja eftir með sárt ennið. Fréttablaðið/Getty

Enskir fjölmiðlar greina frá því að hvorki Joe Hart né Jack Wilshere verði í enska landsliðshópnum sem fer á HM í Rússlandi.

Landsliðsþjálfarinn Gareth Southgate tilkynnir 23 manna HM-hóp á morgun og samkvæmt fréttum frá Englandi eru Hart og Wilshere ekki í honum.

Hart hefur verið aðalmarkvörður Englands á síðustu þremur stórmótum og leikið 75 landsleiki. Hann hefur hins vegar átt erfitt uppdráttar með sínum félagsliðum undanfarin tvö ár.

Wilshere hefur glímt við þrálát meiðsli á undanförnum árum og ekki leikið með enska landsliðinu síðan í 2-1 tapinu fræga fyrir Íslandi á EM 2016. 

Wilshere lék 38 leiki með Arsenal í vetur og sýndi á köflum góða takta en það var ekki nóg til að skila honum sæti í HM-hópnum.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Auka fjárframlög til kvennaboltans um helming

Enski boltinn

Segja að Raiola sé búinn að semja við Barcelona

Handbolti

Axel velur æfingahóp

Auglýsing

Nýjast

Bolt er með tilboð frá liði í Evrópu

Guardiola opinn fyrir því að þjálfa á Ítalíu

Ríkjandi meistarar fara í Sandgerði

Luke Shaw að fá nýjan samning

„Vildum sýna að leikurinn gegn Sviss var frávik“​

Sagan ekki glæsileg gegn Sviss

Auglýsing