HM 2018 í Rússlandi

Hart og Wilshere ekki til Rússlands

Það er ekkert pláss fyrir Joe Hart og Jack Wilshere í HM-hópi Gareths Southgate sem verður tilkynntur á morgun.

Wilshere og Hart sitja eftir með sárt ennið. Fréttablaðið/Getty

Enskir fjölmiðlar greina frá því að hvorki Joe Hart né Jack Wilshere verði í enska landsliðshópnum sem fer á HM í Rússlandi.

Landsliðsþjálfarinn Gareth Southgate tilkynnir 23 manna HM-hóp á morgun og samkvæmt fréttum frá Englandi eru Hart og Wilshere ekki í honum.

Hart hefur verið aðalmarkvörður Englands á síðustu þremur stórmótum og leikið 75 landsleiki. Hann hefur hins vegar átt erfitt uppdráttar með sínum félagsliðum undanfarin tvö ár.

Wilshere hefur glímt við þrálát meiðsli á undanförnum árum og ekki leikið með enska landsliðinu síðan í 2-1 tapinu fræga fyrir Íslandi á EM 2016. 

Wilshere lék 38 leiki með Arsenal í vetur og sýndi á köflum góða takta en það var ekki nóg til að skila honum sæti í HM-hópnum.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

HM 2018 í Rússlandi

Nýja HM lagið: Lifðu lífinu

Fótbolti

Styttist í að ég geti farið að æfa af fullum krafti

HM 2018 í Rússlandi

22 dagar í fyrsta leik Íslands á HM

Auglýsing

Nýjast

NBA

Paul missir af sjötta leik Houston og Golden State

Enski boltinn

Liverpool leggur fram tilboð í Fekir á næstu dögum

NBA

LeBron sló met Bryants og Malones

Enski boltinn

Fred staðfestir viðræður við United

Golf

Birgir Leifur meðal efstu kylfinga í Tékklandi

NBA

Steph Curry hittir illa þegar leikurinn er undir

Auglýsing