Harmleikur átti sér stað á fyrsta degi Cheltenham kappreiðanna á Bretlandseyjum í gær þegar að einn af hestum keppninnar lét lífið eftir harkalegt fall.
Um var að ræða átta ára gamla hrossið Malinello sem var í eigu Martin og Lynn Jones.
Eftir að hafa reynt að stökkva yfir eina hindrunina á Cheltenham brautinni, féll Malinello við og slasaðist alvarlega, fékk hrossið aðhlynningu af sjúkrateymi á staðnum sem mat ástand hans, stuttu seinna lét Malinello lífið.
Knapinn, Gina Andrews, virðist hafa sloppið án teljandi meiðsla.