Har­ald­ur Frank­lín Magnús, atvinnukylf­ing­ur úr Golfklúbbi Reykjavíkur, spilar í dag sinn annan hring á Di­mensi­on Data-mót­inu í Suður-Afr­íku en mótið er hluti af Áskor­enda­mótaröð Evr­ópu, þeirri næst­sterk­ustu í Evr­ópu. 

Har­ald­ur lék fyrsta hring­inn í gær á 70 högg­um en það er tveim­ur högg­um und­ir pari vall­ar­ins.

Svo virðist sem spila þurfi á þremur undir pari til þess að komast í gegnum niðurskurðinn sem gerður verður efitr annan hirng í kvöld. Haraldur Franklín hefur ekki komist í gegnum niðurskurðinn á þeim tveimur mótum sem hann hefur spilað í á mótaröðinni í Suður-Afríku síðustu vikurnar.

Axel Bóasson, atvinnukylfingur úr Keili, keppti svo á sínu fyrsta móti á árinu á Nordic atvinnumótaröðinni en keppt var í Svíþjóð dagana 4.-6. maí.

Axel lék hringina þrjá á fjórum höggum yfir pari sem skilaði honum í 38. sæti. Hann lék hringina þrjá á 77-70-73 eða 220 höggum.

GR-ingurinn Andri Þór Björnsson keppti einnig á þessu móti – en hann komst ekki í gegnum niðurskurðinn.

Axel og Andri verða báðir á meðal keppenda á næsta móti sem fram fer dagana 12.-14. maí. Made in Himmerland heitir það mót og fer það fram á Rømø vellinum í Danmörku.