Danski landsliðsframherjinn Pernille Harder sem leikur með Söru Björk Gunnarsdóttur hjá þýska liðinu Wolfsburg var valin besti leikmaður Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu kvenna fyrir síðasta keppnistímabil. 

Harder fær þar af leiðandi sárabót fyrir tap liðsins gegn Lyon í Meistaradeildarinnar síðasta vor. Hún er sjötti leikmaðurinn sem hlýtur þessa nafnbót. 

Eins og áður hefur verið fjallað um átti Harder ekki heimangengt á hátíðina þar sem hún er upptekin með danska landsliðinu í undirbúningi fyrir leiki liðsins í undankeppni HM 2019. 

Forráðamenn UEFA hafa eðlilega fengið skömm í hattinn fyrir val sitt á tímasetningu fyrir verðlaunaafendinguna. 

Harder sendi hins vegar kveðju sína til hátíðarinnar sem sem sjá mér hér:

Hér að neðan má sjá tíu efstu leikmenn í kjörinu að þessu sinni:

Pernille Harder (Wolfsburg) – 106 stig

Ada Hegerberg (Lyon) – 61 stig

Amandine Henry (Portland Thorns/Lyon) – 41 stig

Dzsenifer Marozsán (Lyon) – 32 stig

Lucy Bronze (Lyon) – 20 stig

Lieke Martens (Barcelona) – 17 stig

Wendie Renard (Lyon) – 16 stig

Fran Kirby (Chelsea) – 15 stig

Eugénie Le Sommer (Lyon) – 13 stig

Shanice van de Sanden (Lyon) – 7 stig