NBA

Hard­en, LeBron og Davis berjast um MVP-titilinn

James Harden, Houston Rockets, LeBron James, Clevelnad Cavaliers og Anthony Davis, New Orleans Pelicans, eru þeir þrír sem koma til greina sem besti leikmaður NBA-deildarinnar (e. MVP) á nýafstöðnu tímabili.

LeBron og Harden berjast um MVP-titilinn ásamt Anthony Davis. Fréttablaðið/Getty

James Harden, Houston Rockets, LeBron James, Clevelnad Cavaliers og Anthony Davis, New Orleans Pelicans, eru þeir þrír sem koma til greina sem besti leikmaður NBA-deildarinnar (e. MVP) á nýafstöðnu tímabili.

Var þetta kynnt í nótt en LeBron hefur hreppt þessi verðlaun fjórum sinnum á ferlinum á meðan Harden og Davis hafa aldrei unnið til þeirra.

Þurfti Harden að horfa á eftir verðlaununum til Russell Westbrook á síðasta ári þrátt fyrir að eiga stórkostlegt tímabil í einu af bestu liðum deildarinnar.

Er Davis einnig tilnefndur sem varnarmaður ársins en þetta er í fyrsta sinn á ferlinum sem hann kemur til greina sem leikmaður ársins í lokakosningunni.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

NBA

Melo búinn að skrifa undir hjá Houston Rockets

NBA

Trump hæðist að gáfnafari LeBrons

NBA

LeBron opnaði í dag grunnskóla í heimabæ sínum

Auglýsing

Nýjast

Vantar bara tvær þrennur til að jafna met Shearers

Messi kemur ekki til greina sem leik­maður ársins

„Dagný hringdi og tilkynnti að þetta myndi ekki nást“

Sigraði í ­bol til­einkuðum fórnarlömbum Nassar

Segir að þýska liðið óttist Ísland

Hópurinn sem mætir Þýskalandi og Tékklandi klár

Auglýsing