NBA

Hard­en, LeBron og Davis berjast um MVP-titilinn

James Harden, Houston Rockets, LeBron James, Clevelnad Cavaliers og Anthony Davis, New Orleans Pelicans, eru þeir þrír sem koma til greina sem besti leikmaður NBA-deildarinnar (e. MVP) á nýafstöðnu tímabili.

LeBron og Harden berjast um MVP-titilinn ásamt Anthony Davis. Fréttablaðið/Getty

James Harden, Houston Rockets, LeBron James, Clevelnad Cavaliers og Anthony Davis, New Orleans Pelicans, eru þeir þrír sem koma til greina sem besti leikmaður NBA-deildarinnar (e. MVP) á nýafstöðnu tímabili.

Var þetta kynnt í nótt en LeBron hefur hreppt þessi verðlaun fjórum sinnum á ferlinum á meðan Harden og Davis hafa aldrei unnið til þeirra.

Þurfti Harden að horfa á eftir verðlaununum til Russell Westbrook á síðasta ári þrátt fyrir að eiga stórkostlegt tímabil í einu af bestu liðum deildarinnar.

Er Davis einnig tilnefndur sem varnarmaður ársins en þetta er í fyrsta sinn á ferlinum sem hann kemur til greina sem leikmaður ársins í lokakosningunni.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

NBA

Paul missir af sjötta leik Houston og Golden State

NBA

LeBron sló met Bryants og Malones

NBA

Steph Curry hittir illa þegar leikurinn er undir

Auglýsing

Nýjast

Enski boltinn

Liverpool leggur fram tilboð í Fekir á næstu dögum

Enski boltinn

Fred staðfestir viðræður við United

HM 2018 í Rússlandi

Nýja HM lagið: Lifðu lífinu

Golf

Birgir Leifur meðal efstu kylfinga í Tékklandi

Meistaradeildin

Coutinho fær medalíu frá Liverpool

Meistaradeildin

Möguleikar Liverpool aukast á miðsvæðinu

Auglýsing