Kylfingurinn Har­ald­ur Frank­lín Magnús er í forystu þegar tveir hringir hafa verið spilaðir á Cam­f­il Nordic Champ­i­ons­hip mót­inu í golfi en mótið er hluti af Nordic Golf mótaröðinni.

Har­ald­ur lék fyrsta hringinn á 65 högg­um í gær og 69 svo annan hringinn högg­um í dag. Hringina tvo hefur hann leikið á tíu höggum undir pari vallarins.

Sú spilamennska veitir honum tveggja högga forskot í toppsætinu fyrir lokahringinn sem leikinn verður á morgun.

Axel Bóas­son er svo í þriðja sæti á sjö högg­um und­ir pari vallarins og Andri Þór Björns­son er síðan í kringum niðurskurðarlínuna á mótinu.