Haraldur er í 30. sæti og kemst örugglega í gegnum niðurskurðinn en það munaði tíu höggum á fyrsta og öðrum hring Haralds í Frakklandi.

GR-ingurinn fékk tvo fugla, tvo skolla og tvo skramba í dag eftir að hafa fengið sjö fugla og einn skolla í gær.

Mótið er hluti af Áskorendamótaröð Evrópu, næst sterkustu mótaröð Evrópu.

Andri Þór Björnsson og Guðmundur Ágúst Kristjánsson fara af stað síðar í dag og gætu enn náð niðurskurði.