Haraldur Franklín Magnús úr GR lenti í öðru sæti á Thisted Forsikring mótinu í Álaborg sem kláraðist núna í hádeginu á níu höggum undir pari.

Haraldur lék lokahringinn á einu höggi undir pari og var tveimur höggum á eftir Alexander Wennstam eftir að hafa leitt fyrir lokahringinn. Haraldur fékk tvo skolla, skramba, tvo fugla og einn örn á lokahringnum.

Guðmundur Ágúst Kristjánsson sýndi sitt rétta andlit og náði sjötta sæti með góðri spilamennsku í dag þegar hann lék á tveimur höggum undir pari.

Axel Bóasson úr GK átti erfitt uppdráttart í dag og lék á fjórum höggum yfir pari sem skilaði honum 64. sæti.

Haraldur og Guðmundur sem leika fyrir hönd GR eru báðir í baráttunni um að enda meðal fimm efstu að tímabilinu loknu sem myndi gefa þeim þáttökurétt á Áskorendamótaröð Evrópu á næsta ári.