Haraldur Franklín Magnús lenti í 2. sæti á Timberwise mótinu á skandinavísku mótaröðinni í golfi sem eru kærkomin stig fyrir Harald á stigalistanum.

Þegar skammt er eftir af tímabilinu er Haraldur í fimmta sæti stigalistans. '

Fimm stigahæstu kylfingarnir í lok tímabilsins öðlast þátttökurétt á Áskorendamótaröð Evrópu en efsti kylfingurinn, Christopher Sahlström, hefur þegar tryggt sér þáttökuréttinn.

Haraldur lék best allra kylfinga á lokadegi mótsins og munaði einu höggi á að hann hefði náð að knýja fram bráðabana upp á sigurinn.