Haraldur Franklín Magnús úr GR þurfti að hætta leik eftir tólf holur í Cape Town eftir að hafa átt erfitt uppdráttar í upphafi mótsins.

Haraldur var kominn ásamt Guðmundi Ágústi Kristjánssyni á Ram Cape Town-mótið sem er hluti af Áskorendamótaröð Evrópu. Þetta er annað mót tímabilsins á mótaröðinni sem er sú næst sterkasta í Evrópu.

Óvíst er hver ástæðan er fyrir því að Haraldur lét staðar numið eftir tólf holur eftir að hafa fengið tíu skolla, einn fugl og leikið eina holu á pari í upphafi mótsins.

Guðmundur þarf að leika betur í dag til að eiga möguleika á að ná í gegnum niðurskurðinn.